Kyrrþey

Forsíða bókarinnar

Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti, og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.