Læknir verður til
Þrír ungir læknar mæta óvæntum áskorunum fyrstu ár sín í starfi. Á endalausum vöktum og yfirfullum deildum glíma þeir við hægfara tölvukerfi og mæta fjölskrúðugum persónum og aðstæðum sem neyða þá til að endurskoða fyrri lífsgildi og hugmyndir sínar um starfið.
Í skáldsögunni Læknir verður til, er skyggnst á bak við tjöldin innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum sem svipar um margt til þess sem við þekkjum hér á landi. Með blöndu raunverulegra frásagna og skáldskapar spyr sagan áleitinna spurninga jafnt um stöðu og framtíð heilbrigðismála.
Henrik Geir Garcia er íslenskur læknir með átta ára starfsreynslu sem hefur starfað á þremur sjúkrahúsum og yfir tuttugu heilsugæslustöðvum um land allt.