Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Lengsta nóttin

Forsíða bókarinnar

Í þéttri snjókomu hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Í bílnum reynist vera ungbarn. Vera tekur barnið með sér svo það frjósi ekki í hel og ekur að gömlu setri. Þar liggur andvana kona í snjónum. Gæti hún verið móðir barnsins?

......

Í þéttri snjókomu og skafrenningi hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim á Land-Rovernum sínum. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Bílstjóradyrnar eru opnar en bílstjórinn hvergi sjáanlegur. Í aftursætinu reynist vera ungbarn í bílstól.

Vera tekur barnið með sér svo það frjósi ekki í hel og ekur að gömlu setri þar sem faðir hennar ólst upp. Þar er mikill gleðskapur í gangi, fólk að fagna komandi jólahaldi. En úti fyrir setrinu gengur Vera fram á unga konu sem liggur andvana í snjónum. Gæti hún verið móðir barnsins?

Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves um Veru Stanhope njóta mikilla vinsælda, ekki síst eftir gerð velheppnaðra sjónvarpsþátta. Þetta er sjötta bókin um Veru sem kemur út á íslensku.

„Frábær ... Þessi æsispennandi bók er skyldulesning jafnt fyrir aðdáendur og þá sem aldrei hafa lesið Veru-bók.“ – Publishers Weekly

„Ann Cleeves er fimur sögumaður sem kann að halda athygli lesandans ... Vald hennar á tungunni og hugvitssamleg tækni hennar við að segja sögu gera hana að einum allra snjallasta glæpasagnahöfundi samtímans.“ – Sunday Telegraph

„Hrikalega spennandi.“ – Mail on Sunday