Lesum um fugla
Þessi fallega bók er hugsuð fyrir börn sem eru farin að lesa sér til gagns en hún gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast algengum fuglum í íslenskri náttúru. Hér eru kynntar um 70 tegundir í stuttu máli og með vönduðum ljósmyndum. Þetta er kjörin bók fyrir börn og foreldra til að lesa saman og ræða um.