Leyndarmálið okkar
Kvöld eitt kemur Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt fyrir utan bæinn Hagfors. Ummerki benda til glæps. Blaðakonan Magdalena Hansson fer strax á stúfana ásamt lögreglumönnunum Petru Wilander og Christer Berglund. Við rannsókn málsins kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem legið hefur í þagnargildi.