Leynigesturinn
Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar, Þernan. Molly Gray er orðin yfirþerna á hinu glæsilega hóteli, Regency Grand. Þegar heimsþekktur rithöfundur er myrtur í einum sal hótelsins, umturnast líf hennar. Margir liggja undir grun og allir virðast hafa eitthvað að fela. Er Molly sjálf til dæmis eins saklaus og hún segist vera?