Leysingar
Vorið lætur á sér standa í Ödesmark. Hnignun þorpsins blasir við í niðurníddum húsum. Í einu þeirra býr Liv ásamt syni sínum og öldruðum föður. Hún er litin hornauga í þessu fámenna samfélagi. Fólk skilur ekki af hverju hún hefur ekki flutt burt – eins og allir hinir. Það er líka pískrað um auðæfi föður Liv og hve auðvelt væri að ræna fjölskylduna ...