Geðraskanir án lyfja: Líf án geðraskana
(bók 3)
Tilgangur þessara bóka er að fólk með geðraskanir geti séð að til eru fleiri leiðir en lyf til að takast á við þær, að aðstandendur fái dýpri innsýn inn í heim ástvina sinna með geðraskanir og að áhugi náist hjá læknum til að tengja við óhefðbundnar leiðir til að vinna með geðraskanir.
Höfundur bókanna hefur frá 2012 skrifað um það hvernig hún tókst á við flækjustig af geðröskunum úr barnæsku.
Fyrsta bókin Geðraskanir án lyfja kom út árið 2018.
Önnur bókin Geðraskanir og sjálfsvinna kom út árið 2019.
Fleiri bækur munu koma út þar sem úrvinnsla úr áföllum hefur tekið sinn tíma.
Höfundur bókanna tók þá ákvörðun að takast á við geðraskanirnar án lyfja og hefur því aldrei tekið kvíða-, þunglyndis- eða svefnlyf, heldur sótti í leiðir þar sem unnið var með flækjustigin á meðvitaðan hátt.
Hafa það verið DAM meðferð (díalektísk atferlismeðferð), dáleiðsla til að fara inn í fyrri líf, heilun, hugleiðslu og cranio (höfuðbeina- og spjaldhryggmeðferð). Þegar draga fór úr geðsveiflum tók við uppbygging til að læra ýmislegt sem maður á að læra sem barn og ná þannig fram þroska og getu til þess að takast á við lífið og öllu sem því fylgir.
Margar áskoranir hafa verið á þessari vegferð en samhliða hefur höfundur rekið Kærleikssamtökin sem í dag eru almannaheillafélag með þann tilgang að rjúfa félagslega einangrun fólks vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla. Allur ágóði þessara bóka renna til samtakanna.
Verið er að koma upp sölusíðu fyrir bækurnar en þar til er hægt að panta þær í gegnum netfangið kls@kaerleikssamtokin.is
Bókin Líf án geðraskana væntanleg 9. nóvember 2024.