Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Linda – eða Lindumorðið

Serían um Evert Bäckström

Forsíða bókarinnar

Lík af konu að nafni Linda finnst um sumar í sænskum smábæ. Rannsóknarlögreglumaðurinn brokkgengi Evert Bäckström stýrir rannsókninni. Hann kemst fljótlega á snoðir um flókinn vef lyga, leyndarmála og hagsmunatengsla meðal bæjarbúa. Með snjöllum og fyndnum hætti fléttar Persson saman marga söguþræði í þessari vel skrifuðu og spennandi bók.

Hann veitir innsýn í hvatir hinna grunuðu og varpar ljósi á áleitin þjóðfélagsmál, svo sem stéttaskiptingu, spillingu, pólitísk áhrif og galla réttarkerfisins. Jafnframt dregur hann fram margbreytileika lögreglustarfsins og þær áskoranir sem rannsóknarlögreglumenn standa frammi fyrir. Hvernig verður réttlætinu best fullnægt?

Linda – eða Lindumorðið er ein frægasta bók sænska verðlaunahöfundarins Leifs GW Persson. Hún hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Hún er fyrsta bókin í seríunni um Evart Bäckström.

„Leif GW Persson er alveg sér á parti í glæpasagnageiranum. Hann er afburðasnjall rithöfundur. Og þessi bók er stórkostleg lestrarupplifun.“ Borås Tidning

„Sannkölluð unun að lesa.“ Svenska Dagbladet

„Þessi frábærlega vel skrifaða skáldsaga er heillandi allt til enda.“ NRC Handelsblad

„Hér er glæpasagan orðin að æðri list.“ Frankfurter Rundschau

„Afburðasnjöll háðsádeila.“ Dagbladet (Noregi)

„Skemmtun í bland við raunsæi og mikinn trúverðugleika – það gerist ekki betra.“ Gefle Dagblad

„Betri glæpasaga um „venjulega“ sænska morðrannsókn hefur ekki verið skrifuð.“ Eskilstuna-Kuriren