Loddaralíðan
Ég held fyrirlestur á tækniráðstefnu um hvernig ég komst yfir loddaralíðan og mér að óvörum fæ ég mögnuð viðbrögð, enginn hefur heyrt um hugtakið en allir upplifað þessa líðan. Nokkrum mánuðum síðar hef ég ekki fengið neina endurgjöf í vinnunni og gamalkunni óttinn grípur mig: að ég sé alltof lengi að læra, að ég sé ekki að standa mig, að ég sé ekki eins góð og allir héldu.