Logarnir

Forsíða bókarinnar

Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim ...

... til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi.

Þegar Vega kemur til Silverbro reynist Katja vera horfin sporlaust. Hvarf hennar minnir óneitanlega á hvarf frænku Katju sem hvarf á unglingsárum fyrir meira en þrjátíu árum.

Hvað hefur komið fyrir Kötju? Tengist hvarf hennar á einhvern hátt hvarfi frænku hennar? Mun Vega finna Kötju áður en það er um seinan?

Eða mun gamalt leyndarmál þeirra opinberast og eyðileggja líf Vegu?

Sænski verðlaunahöfundurinn Lina Bengtsdotter sló í gegn með bókinni Annabelle sem komið hefur út í íslenskri þýðingu.

„Myrkur húmor, sannfærandi persónusköpun og frábær texti gerir skáldsögur Linu Bengtsdotter að sannkallaðri lestrarveislu.“ – Camilla Läckberg

„Bækur Linu Bengtsdotter eru fagrar, myrkar og gersamlega heillandi. Ég elska þær.“ – Katrine Engberg

„Snilldarlega samin glæpasaga.“ – Aftonbladet