Lói: seigla og sigrar

Forsíða bókarinnar

Sól skín í heiði og lóur og aðrir farfuglar koma fljúgandi í stórum hópum á varpstöðvarnar. Það er þó ekki hættulaust því að fálkinn Skuggi er svangur eftir veturinn og situr fyrir þeim. Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn.

Lói litli skríður úr eggi og er skoppandi kátur í sumarblíðunni með langbestu vinkonu sinni, Lóu. Það dimmir þó yfir þegar Skuggi ræðst á hann og pabba hans.

Eftir miklar hremmingar verður Lói einn eftir um haustið þegar lóurnar fljúga til heitari landa í suðri. Hann leggur þá af stað til Paradísarvalla þar sem er alltaf hlýtt og hann getur forðast illfyglið Skugga. Þegar ískaldur heimskautaveturinn nálgast hittir Lói óvænt Karra og með þeim tekst djúp vinátta eftir brösuga byrjun. Á leið þeirra á Paradísarvelli þurfa félagarnir að kljást við margvíslegar hindranir. Lói er þó staðráðinn í að lifa af veturinn og hitta Lóu aftur um vorið.

Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn. Framhaldsmyndin, Lóa – goðsögn vindanna, er væntanleg í kvikmyndahús árið 2026.