M-samtöl. Úrval
Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi og skáld, lést í mars 2024. Í þessari bók birtist úrval 30 samtala sem Matthías skrifaði, flest á árunum frá 1960-70. Tvö hafa aldrei birst áður á bók, Stefán frá Möðrudal og Guðrún frá Lundi. Einstakt úrval, einstök bók.
Hann skrifaði mörg samtöl við valinkunna einstaklinga í Morgunblaðið á löngum ferli. Margt af því var venjulegt fólk. Aldraðir sjómenn. Hundrað ára konur í sveit. Hestamaður eða bóndi. Miðill eða kokkur. Málari eða flugstjóri. Aðrir voru þjóðþekktir. Steinn Steinarr. Halldór Laxness. Páll Ísólfsson. Kjarval. Sama hvort var – Matthías sýndi öllum virðingu og hver og einn fékk að njóta sín á sinn hátt.