Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Maður í eigin bíómynd

  • Höfundur Ágúst Guðmundsson
Forsíða bókarinnar

Árið er 1949. Ingmar Bergman, 31 árs gamall og fimm barna faðir, fer til Suður-Frakklands að skrifa kvikmyndahandrit. Það veldur uppnámi í hjónabandinu. Í sólinni fer handritið æ meir að fjalla um þetta stormasama hjónaband.

Ágúst Guðmundsson er einkum þekktur sem kvikmyndaleikstjóri. Land og synir, Með allt á hreinu og Mávahlátur eru meðal átta bíómynda hans. Af fjölmörgum verkefnum fyrir sjónvarp má nefna Gullna hliðið og Nonni og Manni.

Hann átti stóran þátt í gerð bókarinnar Styrjöldin í Selinu sem greinir frá því þegar menntaskólanemar stóðu frammi fyrir þriðju heimsstyrjöldinni í ársbyrjun 1965. Sjónvarpsmynd hans Skólaferð er byggð á þessum atburðum.

Ágúst hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar 2023 fyrir framlag sitt til íslenskrar kvikmyndalistar.