Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dagbók Kidda klaufa 16 Meistarinn

Forsíða bókarinnar

Nú ætlar hann Kiddi klaufi að verða við ósk mömmu sinnar, sem gefst aldrei upp á því að gefa stráknum góð ráð, og gerast íþróttahetja. Ekkert mál!

Nema hvað. Kiddi kemst að því að það er ekki svo auðvelt að verða góður í íþróttum, hvað þá hetja. Að maður tali nú ekki um ef þú ætlar að verða MEISTARI!

Ætli það takist hjá Kidda?!

Hér er komin sextánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims, Dagbók Kidda klaufa.

Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Kiddi klaufi fær nefnilega alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki.