Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Miðnæturrósin

Forsíða bókarinnar

Sagan segir frá einstöku lífshlaupi Anahitu Chaval, frá upphafi tuttugustu aldar til dagsins í dag. Lesandinn kynnist fjórum kynslóðum í tveimur ólíkum menningarheimum, glitrandi höllum fursta á Indlandi og höfðingjasetrum á Englandi. Lucinda Riley sló í gegn með bókaflokknum um systurnar sjö, þetta er hennar fyrsta sjálfstæða skáldsaga á íslensku.