Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Mömmustrákur

Forsíða bókarinnar

Mömmustrákur kom fyrst út 1982 en seldist fljótt upp. Nú hefur verið bætt úr því með nýrri útgáfu. Mömmustrákurinn Helgi fylgir einstæðri móður sinni í sveitina og þaðan til Keflavíkur og lendir í ýmsum ævintýrum. Vandi hins föðurlausa barns er meginviðfangsefni bókarinnar en á öllu er tekið með léttri gamansemi og undirtónninn er mannlegur og ljúfur.