Mömmustrákur
Mömmustrákur kom fyrst út 1982 en seldist fljótt upp. Nú hefur verið bætt úr því með nýrri útgáfu. Mömmustrákurinn Helgi fylgir einstæðri móður sinni í sveitina og þaðan til Keflavíkur og lendir í ýmsum ævintýrum. Vandi hins föðurlausa barns er meginviðfangsefni bókarinnar en á öllu er tekið með léttri gamansemi og undirtónninn er mannlegur og ljúfur.