Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Nornadrengurinn

3. bókin um Noru Sand

Forsíða bókarinnar

Lík finnst í kirkjugarði í London. Það er af nígerískum prófessor sem hafði verið myrtur með dýrslegum hætti. Skömmu áður hafði hann átt fund með Noru Lind, dönskum fréttaritara í London. Nora er sannfærð um að morðið tengist frægu skilnaðarmáli danskrar raunveruleikastjörnu og rússnesks auðmanns sem berjast um forræði yfir syni þeirra.

.........

Lík finnst í kirkjugarði í London. Það er af nígerískum prófessor sem hafði verið myrtur með dýrslegum hætti. Skömmu áður hafði hann átt fund með Noru Lind, dönskum fréttaritara í London. Nora er sannfærð um að morðið tengist frægu skilnaðarmáli danskrar raunveruleikastjörnu og rússnesks auðmanns sem berjast um forræði yfir syni þeirra.

Leitin að sannleikanum leiðir Noru inn í myrka kima Lundúnaborgar þar sem hún kynnist meðal annars svartagaldri. Í sama mund koma fram brestir í sambandi hennar við Andreas.

Bækurnar um Noru Sand hafa slegið í gegn víða um heim. Nornadrengurinn er þriðja bókin sem kemur út á íslensku. Hinar tvær, Stúlkurnar á Englandsferjunni og Kona bláa skáldsins, fengufrábærar viðtökur íslenskra lesenda.

Lone Theils var lengi fréttaritari dönsku blaðanna Politiken og Berlingske Tidende í London, en býr nú í Danmörku.

„Æsispennandi og skemmtilegur krimmi sem er alveg sér á parti.“ – KRIMIHJERTE

„Lone Theils verður betri og betri með hverri bók.“– KRIMINORD