Ó, Karítas
Þegar Bragi flytur með börnin í hinn friðsæla Búðardal á það að marka nýtt upphaf fyrir fjölskylduna. Hann grunar þó ekki hve fljótt hann muni hrífast af dularfullri konu í þorpinu. Undarlegir hlutir eiga sér stað á nýju heimili fjölskyldunnar og það verður ljóst að einhver ókennileg öfl leynast í Búðardal.
Flutningurinn til Búðardals á að marka nýtt upphaf fyrir meistarakokkinn Braga og unglinga hans tvo, Elísu og Láka. Erfiðleikana vilja þau skilja eftir í borginni. Þau flytja inn í gamalt hús við sjóinn, Bragi tekur við rekstri veitingastaðar og gistiheimilis og hrífst furðu fljótt af konu í þorpinu, hinni dularfullu Karítas. Það líður þó ekki á löngu þar til tekur að bera á undarlegum atburðum í húsi fjölskyldunnar að næturlagi, atburðum sem hafa vægast sagt mikil áhrif á Braga og unglingana. Hvaða ókennilegu öfl leynast í Búðardal, þorpi sem við fyrstu sýn virtist svo friðsælt?
Ó, Karítas er hrollvekja og dulrænn tryllir sem fær hárin til að rísa og rígheldur hlustendum frá fyrstu sekúndu.