Prjónasögur
34 rómantískar uppskriftir
Kvenlegri og rómantískri hönnun er gert hátt undir höfði í þessari fallegu bók. Uppskriftirnar eru 34 talsins, flestar að peysum, hnepptum og heilum, og eru þær í fjölmörgum stærðum. Ýmiss konar smáatriði eins og blúndur og fínlegir kragar lífga upp á flíkurnar þótt þær séu bæði hentugar og nútímalegar.