Refsiengill
Thorkild Aske snýr aftur til Stafangurs eftir að lík lögreglumannsins Simons Bergeland finnst þar grafið í fjöru. Hann á ekki góðar minningar frá Stafangri. Þar fór líf hans fjandans til og hann missti vinnuna.
„Mögnuð spennusaga sem hreppti hin virtu Riverton-verðlaun 2021 sem besta glæpasaga ársins í Noregi.“
Fljótlega kemur í ljós að það var kannski ekki góð hugmynd að snúa aftur og gæti jafnvel kostað hann lífið. En hann verður að komast að sannleikanum. Því að ekkert sem gerðist í Stafangri á sínum tíma var eins og hann hélt að það hefði verið.
Nú er komið að uppgjöri og refsingum fyrir gamlar syndir.
Refsiengill er fjórða bókin í frábærum spennusagnaflokki um lögregluforingjann Thorkild Aske sem er af íslenskum ættum. Fyrstu bækurnar þrjár – Ég mun sakna þín á morgun, Hittumst í paradís og Við skulum ekki vaka – hafa fengið hinar bestu viðtökur íslenskra lesenda.
Norski rithöfundurinn Heine Bakkeid hefur fengið mikið lof fyrir glæpasögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála.
„Heine Bakkeid er frábær í að skapa andrúmsloft ... Hann býr til fjölbreytt persónugallerí ... Að auki kann hann að skrifa eftirminnileg samtöl ... Sagan nær hámarki í jólaveislu lögreglunnar í Stafangri sem lesendur munu seint gleyma.“
Verdens Gang