Réttarhöldin
Sagan af Jósef K., bankamanninum sem er óvænt kvaddur fyrir dularfullan dómstól til að svara til ókunnra saka, er meðal þekktustu bókmenntaverka 20. aldar. Franz Kafka lauk bókinni raunar ekki til fulls og hún kom fyrst út 1925, ári eftir dauða hans. Hér er á ferð endurskoðuð þýðing þessarar víðfrægu sögu með nýjum eftirmála Ástráðs Eysteinssonar.