Rondó

Forsíða bókarinnar

Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og skáld, yrkir hér um flesta þætti tilverunnar en ekki síst leikur hann með litbrigði orðanna og þenur hljóm þeirra. Síðasta ljóðabók Egils, Sjófuglinn, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Maístjörnunnar, íslensku ljóðabókaverðlaunanna.

Þrái

þrái sumars þýðu vinda

þrái heiðloft

ilm sem var

dái vorsins dýrð og yndi

dái augna

þinna svar

komdu töframorgun tæri

tylltu þér við

lygnan fjörð

vertu aftur angurværi

unaðsblær sem

strýkur jörð

Þessi bók er tvítyngd, því sænskar þýðingar ljóðanna fylgja, þýdd af Tinnu Gunnlaugsdóttur.