Sagan af Dimmalimm

Forsíða bókarinnar

Fáar íslenskar bækur hafa notið viðlíka vinsælda og ævintýrið um litlu prinsessuna Dimmalimm. Guðmundur Thorsteinsson listmálari, Muggur, samdi það og málaði myndirnar árið 1921 handa lítilli íslenskri frænku sinni en sagan kom ekki út fyrr en árið 1942. Sagan af Dimmalimm er meðal helstu gersema sem Muggur lét eftir sig.