Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru
Spennandi bók fyrir börn og ungmenni:
Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru gerist utan tíma og rúms. Hér koma saman furðuverur, nornir, sjávarbúar og skógarbúar, góðar verur og vondar. Skór leika stórt hlutverk í sögunni og týndur töfrasproti er sannkallaður örlagavaldur.
Nornasaga í hressandi stíl, mjög fallega myndskreytt:
Lágvær hvinur um loftið fór
er ellefu nornir flugu í kór.
Saman þær króuðu Elvíru af
og kipptu fast í pilsins laf.
Spennandi bók fyrir börn og ungmenni á öllum aldri.