Sálmabók hommanna
Ljóðin eru aðallega lofsöngur til samfélags karlmanna og holdsins lystisemda en helgidómar andans koma líka við sögu.
„Sálmabók hommanna er þó fyrst og fremst dásamlega hinsegin og tekst að feta fullkomlega einstigið á milli melódramatíkur, með dassi af kampi, og harmleiksins, með dassi af hinu dulræna, tvö helstu einkenni góðrar hinsegin listar.“
Þorvaldur S. Helgason - bokmenntaborgin.is