Samspil

myndhöggvarar á Korpúlfsstöðum 1973-1993

Forsíða bókarinnar

Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar og þess að 50 ár eru síðan Myndhöggvarafélagið í Reykjavík settu upp fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á Íslandi á Korpúlfsstöðum. Í bókinni er fjallað um feril Ragnars, sýninguna Samspil og áhrifaríka sögu vinnustofanna og starfsemi Myndhöggvarafélagsins.

Ragnar var frumkvöðull að því að MHR næði samningum við borgina um vinnuaðstöðuna og er fjallað um hann og feril hans í upphafi bókarinar í grein sem Kristín G. Guðnadóttir skrifar. Í seinni hluta bókarinnar er grein Ingu S Ragnarsdóttur um starfsem MHR á Korpúlfsstöðum vinnuaðstöðuna, sýningar og áhrif sem staf félagsins hafði á þessum 20 árum sem það starfaði þar. Fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn voru bylting á þeim tíma enda má fullyrða að mikil gróska og þróun í rýmislist og í nútíma myndlist í heild sinni, tengist þessari einstöku vinnuaðstöðu, sem við byggjum að að hluta til á enn í dag. Auk þess er í bókin fjallað um sýninguna SAMSPIL sem haldin var af þessu tilefnum á Hlöðuloftinu í ágúst 2023 þar sem 12 myndhöggvara auk Ragnars sýndu saman verk sem gerð voru allt frá því á 7. áratug síðustu alda fram til dagsins í dag. Þeir voru helstu samverka- og aðstoðarmenn Ragnars og eru: Dieter Roth, Gunnar Árnason, Inga S. Ragnarsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jón Gunnar Árnason, Magnús Pálsson, Nanna Skúladóttir, Níels Hafstein, Ólafur Sveinn Gíslason, Kristinn E. Hrafnsson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Bókina prýða fjöldi skemmtilegra ljósmynda.