Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sannleiksverkið

Forsíða bókarinnar

Julian Jessop, ríflega sjötugur og sérvitur listamaður heldur því fram að fæstir séu heiðarlegir hverjir við aðra. En hvernig væri ef fólk væri það? Frumleg og áhrifamikil saga með litríkum persónum.Fyrir hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.

„Þessi bók er eins og hlýtt faðmlag.“ Washington Post

Julian Jessop ákveður að skrifa niður – í græna minnisbók – sannleikann um líf sitt og skilur svo bókina eftir á kaffihúsinu í hverfinu. Þar ræður Monica ríkjum sem er afar reglusöm og dugleg kona. Hún ákveður að skrifa sína sögu í bókina og skilur hana svo eftir á vínbar í sömu götu. Fljótlega hafa fleiri sem finna grænu minnisbókina skrifað sannleikann um eigið líf og tilfinningar í hana – og svo kemur að því að þau hittast á kaffihúsi Monicu.

Sannleiksverkið er frumleg og áhrifamikil saga með litríkum persónum og fyrir hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.

„Sagan yljar manni um hjartarætur og vekur bæði hlátur og grátur.“ Mail Online

waterstones.com

amazon.com

amazon.co.uk