Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur - Þrjú rit
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Hér er á ferðinni ný ritröð sem ætlað er að miðla alls kyns fróðleik um ólíka menningarheima og hugsun. Í fyrstu þremur ritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Þeir eru danski heimspekingurinn og guðfræðingurinn Dorthe Jørgensen, fransk-marokkóski rithöfundurinn og blaðakonan Leïla Slimani og Kínafræðingurinn Simon Leys.