Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sterkast, snjallast, banvænast …

Skemmtileg flipabók fyrir forvitna krakka

Forsíða bókarinnar

Veist þú … Hvar sterkasti stormurinn geisaði? Hvort dýranna er gáfaðra – kráka eða kolkrabbi? Hver er banvænasta planta í heiminum? Lyftu flipunum til að kanna heitustu stjörnu alheimsins, kynnast háværasta eldgosinu, svipta hulunni af verst lyktandi dýri sem til er og ótal mörgu öðru.