Stóra brauðtertubókin

Forsíða bókarinnar

Þegar góða veislu gjöra skal er alltaf pláss fyrir brauðtertu. Hún er órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar og hefur verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga. Hér má finna fjölda girnilegra brauðtertuuppskrifta, einföld ráð, viðtöl við einlæga aðdáendur brauðtertunnar. Allt sem þú vissir ekki að þú þyrftir að vita um brauðtertur – og meira til.

Brauðtertan er svo vinsæl að hún er fastagestur í öllum helstu veislum, hvort sem um er að ræða afmæli, fermingar eða brúðkaup. Hún er líka mætt þegar við kveðjum ástvini. Við Íslendingar viljum hafa brauðtertuna okkur við hlið hvort sem það er á tímum gleði eða sorgar. Brauðtertan sameinar.

Blómatími brauðtertunnar er kominn enn á ný. Það verður brauðterta í jólaboðinu, brauðterta í garðveislunni, brauðterta sem er svakalega fljótleg og brauðterta sem er svo nýstárleg að ykkur hefði aldrei dottið annað eins í hug. Majó, majó, majó og örlítið meira majó!