Stysti dagurinn
„Og svo kom stysti dagurinn, og árið dó,
það dimmdi og heimurinn hvarf undir snjó ...“
Stysti dagurinn er falleg bók sem lýsir fornum siðvenjum okkar mannanna á vetrarsólstöðum og minnir okkur á mikilvægi samveru, söngs og hefða á jólunum, hátíð ljóssins.
Texti bókarinnar er ljóð eftir Susan Cooper, sem hér birtist í íslenskri þýðingu Sverris Norland.
Undurfalleg og jólaleg bók sem hvetur lesendur til að eiga ljúfar samverustundir í myrkasta skammdeginu. Tilvalin glaðningur í skóinn eða undir jólatréð
Susan Cooper er ljóðskáld og höfundur fjölda bóka fyrir bæði börn og fullorðna. Carson Ellis er margverðlaunuð listakona, rithöfundur og myndskreytir. AM forlag hefur gefið út tvær aðrar bækur eftir hana: Heimili og Kva es þak?
Sverrir Norland íslenskaði.
Athugið að kaupa má allar þrjár bækur Carson Ellis saman í einu bókaknippi á enn hagstæðara verði.