Taugatrjágróður
Aðalheiður Halldórsdóttir hefur í áratugi dansað með Íslenska dansflokknum og komið að ótal leikhúsuppfærslum sem dansari, leikkona, danshöfundur og höfundur sviðshreyfinga í leikverki. Hún stígur nú sín fyrstu dansspor inn á svið skáldskaparins.
„Jöklarnir eru hvítir
og sandurinn svartur
sagði hann
máði þar með út
fjölskrúðugt grátóna litróf
snjóskaflsins
slétti úr allri áferð
bæði malbiks og móa“
Jöklarnir eru hvítir
og sandurinn svartur
sagði hann
máði þar með út
fjölskrúðugt grátóna litróf
snjóskaflsins
slétti úr allri áferð
bæði malbiks og móa
Taugatrjágróður er fyrsta bók Aðalheiðar.