Þannig var það
Þannig var það er nýtt leikrit eftir hinn nafnkunna, norska rithöfund Jon Fosse sem nú hefur hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Aldraður maður íhugar líf sitt og sögu við leiðarlok. Hann veltir fyrir sér stöðu sinni í dag og hvort lífsferillinn varð sá sem hann vildi. "Ég sóaði lífi mínu / í þessar myndir / í þessi málverk ."
Hver er aðstaða hins gamla listamanns í nútíma velferðarsamfélagi? Efni sem vissulega á erindi til okkar allra, öll verðum við einhvern tímann gömul.