Þegar sannleikurinn sefur
Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja og nýtur þess að ráða sér sjálf. Þegar ung kona finnst látin á lækjarbakka áttar Bergþóra sig á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.