Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Tjaldið fellur

Síðasta mál Poirots

Forsíða bókarinnar

Vinirnir Hercule Poirot og Hastings eru komnir á Styles-setur þar sem þeir leystu sína fyrstu morðgátu. Bæði Poirot og Styles-setrið hafa séð betri daga. En þótt Poirot sé kominn í hjólastól vegna liðagigtar eru „litlu gráu sellurnar“ hans enn í fullu fjöri. Hann veit að einn gestanna er fimmfaldur morðingi sem hyggur á enn eitt morðið ...

En maðurinn virðist sauðmeinlaus og hafinn yfir allan grun. Poirot verður að hafa hraðar hendur til að koma í veg fyrir sjötta morðið – áður en tjaldið fellur.

Helgi Ingólfsson þýddi.

Agatha Christie (1890–1976) er vinsælasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Aðeins Biblían og verk Shakespeares hafa selst í fleiri eintökum á heimsvísu en bækur Agöthu Christie. Meira en milljarður eintaka hefur selst af bókum hennar á ensku og annar milljarður til í þýðingum á um eitt hundrað tungumál.