Umbreyting
Jólasaga
Erla er eldri kona í Reykjavík sem er nýorðin ekkja. Hún finnur mikinn einmanaleika hellast yfir sig fyrir jólin. En þá uppgvötvar hún nýjan heim sem á rætur að rekja í íslenskar þjóðsögur. Erla stendur skyndilega frammi fyrir því að þurfa að aðlaga sig að nýjum stað, sem og að segja skilið við sitt gamla líf og ástvini.
Þetta er fyrsta bók Sigríðar Maríu Sigurðardóttur en áður hefur komið út saga eftir hana í bindi 2 af bókinni Sögurnar okkar og í skólablaði Kvennaskólans, Heimasætunni 2022. Sigríður María er 19 ára gömul og hefur frá unga aldri dreymt um að verða rithöfundur. Nú hefur sá draumur hennar loks orðið að veruleika.