Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ungi maðurinn

  • Höfundur Annie Ernaux
  • Þýðandi Rut Ingólfsdóttir
Forsíða bókarinnar

Í þessari litlu bók segir Nóbelsskáldið Annie Ernaux í fáum orðum eftirminnilega sögu af sambandi sínu við mann sem var þrjátíu árum yngri en hún. Meðan á sambandinu stóð fannst henni sem hún væri aftur orðin unglingsstelpan sem olli hneykslun endur fyrir löngu.

Þetta er saga af ferðalagi í tíma sem opnaði höfundinum leið í gegnum skeið sem markaði þáttaskil í skrifum hennar. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út í Frakklandi vorið 2022 – og þykir geyma lykilinn að höfundarverki Annie Ernaux, handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels.

Annie Ernaux er af mörgum álitin mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi. Þrjár bækur hafa komið út eftir hana á íslensku, Staðurinn, Ungi maðurinn og Kona.