Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Útlínur liðins tíma

Forsíða bókarinnar

Minningabrot eins fremsta rithöfundar 20. aldarinnar, Virginiu Woolf, sem hér birtast eru vitnisburður um hvernig endurtekin högg dauðans, kynferðisbrot og önnur áföll í bernsku mörkuðu persónuleika hennar fyrir lífstíð.

Soffía Auður Birgisdóttir þýðir af vandvirkni og ritar einnig ítarlegan eftirmála.

Sumir rithöfundar eru jafn þekktir fyrir litríkt lífshlaup sitt og skáldverkin. Virginia Woolf er ein þeirra en hún var jafnframt einn fremsti rithöfundur 20. aldarinnar. Hún dregur upp blæbrigðaríka mynd af íhaldssömu samfélagi Viktoríutímans í Bretlandi og lýsir foreldrum sínum af djúpum skilningi um leið og hún sýnir átök kynslóða á miklum umbreytingatímum. Þessi bersögla sjálfsævisaga sýnir jafnframt hvernig hún vefur þráðum úr eigin lífsreynslu saman við söguþræði skáldverka sinna.

Soffía Auður Birgisdóttir var tilnefnd til þýðingaverðlauna fyrir Orlandó eftir Virginiu Woolf.

Hér þýðir hún aftur skrif þessa merka rithöfundar af sömu vandvirkni og ritar ítarlegan eftirmála.