Valskan
Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma en náttúran grípur í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa og harðindum en líka sú sem býr innra með henni og kveikir ástríðu og losta. Frásögnina byggir höfundur á lífi formóður sinnar og fléttar saman heimildum og skáldskap svo úr verður grípandi saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir.