Vending

vínlaus lífsstíll

Forsíða bókarinnar

Hamingjan fæst með því að sækjast eftir því sem gefur og forðast það sem kvelur. Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki. Bók fyrir þau sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika.

Skýr og fallegur texti

„Í lok bókar er svo að finna lítið stafrófskver fyrir vínlausan lífsstíl. Nokkur af fegurstu orðum málsins er þar að finna ásamt sumum af þeim erfiðustu, frelsi, kærleikur, æðruleysi, þakklæti, yndi og traust eru þar á meðal. Gunnar Hersveinn skrifar skýran, fallegan texta. Það er auðvelt að hrífast með og skynja hvert hann er að fara með ábendingum sínum og leiðarvísum. Það er nefnilega öllum hollt að láta á móti sér, eins og það er kallað. Að aga sjálfan sig og skapa sér gott líf.“

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna

Gunnar Hersveinn er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu. Bókin Vending fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross. Enginn verður hamingjusamur með því að hugsa einungis um sjálfan sig – heldur með því að gefa af sjálfum sér, gefa öðrum og sýna þeim góðvild. Þetta þarf að æfa eins og aðrar dygðir. Þetta er bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti, dempa ókosti og tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri.

Málið er ekki aðeins að bæta heilsuna heldur snýst það einnig um að auka líkur á að lesanda takist að ná markmiðum sínum, vinna þau verk sem hann hefur metnað til að vinna.

Önnur lykilhugtök í bókinni eru gjöf, góðvild og frelsi. Ýmsar innri raddir koma við sögu og lesendur geta mætt tvífara sínum.

Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur og höfundur haldið nokkur heimspekikaffi og fyrirlestra um efni hennar.