Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vítislogar – kilja

Heimur í stríði 1939–1945

Forsíða bókarinnar

Heimsstyrjöldin síðari kostaði um 60 milljónir manna lífið – að meðaltali 27 þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar voru rústir einar. Í þessari bók dregur Max Hastings saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar.

........

Heimsstyrjöldin síðari kostaði um sextíu milljónir manna lífið – að meðaltali tuttugu og sjö þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar og landsvæðin voru rústir einar.

Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti þessa hildarleiks. Í þessari bók dregur hann saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár tuttugustu aldar. Hvernig var að upplifa þennan tíma?

Hastings lýsir persónulegum afleiðingum styrjaldarinnar en gætir þess jafnframt að missa ekki sjónar á hinu stóra herfræðilega og alþjóðlega samhengi. Úr verður æsispennandi en djúphugul frásögn af ógnvænlegustu árum mannkynssögunnar.

„Besta heildarsaga heimsstyrjaldarinnar síðari sem hefur verið skrifuð ... Mikið þrekvirki.“ – The Washington Post

„Yfirvegaður og glæsilega skrifaður texti ... Stórbrotið afrek.“ – Associated Press

„Margar frábærar heildarsögur um síðari heimsstyrjöldina hafa verið skrifaðar ... en engin þeirra stenst samjöfnuð við bók Hastings.“ – Kirkus Reviews

„Stríðsaga eins og hún gerist mest spennandi. Sannkallað snilldarverk!“ – Ian Kershaw