Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Yfirsjónir

  • Höfundur Hlín Agnarsdóttir
  • Lesari Orri Huginn Ágústsson, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Örn Árnason, Ævar Þór Benediktsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Forsíða bókarinnar

Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.

Hlín Agnarsdóttir sló í gegn með bók sinni Meydómur sem kom út fyrir jólin 2021. Bókin sat á metsölulista Storytel og vakti mikið umtal, auk þess sem hún seldist upp í prenti.