Ullaræði 2
Finnski hönnuðurinn Heli Nikula sló í gegn fyrir örfáum árum með peysuuppskrift úr íslenskum lopa. Hún hannar undir nafninu Villahullu, sem þýðir eiginlega ullaræði, og er orðið þekkt nafn um allan heim. Aðdáendum íslenska lopans hefur fjölgað gífurlega í kjölfarið svo úr hefur orðið mikið ullaræði.