Höfundur: Agnar Freyr Helgason

Lognmolla í ólgusjó

Kjósendur og alþingiskosningarnar 2021

Bókin leiðir lesendur í ferðalag um íslensk stjórnmál. Hér er fjallað um hvað mótar kosningahegðun almennings, áhrif fylgiskannana, flokkaflakk og hvernig ungt fólk og samfélagsmiðlar eru að breyta leiknum. Með einstökum gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar fást svör við spurningum sem gjarnan eru ræddar í heitum pottum landsins.