Höfundur: Aida Edemariam

Saga eiginkonunnar

Persónuleg frásögn

Yetemegna, amma bókarhöfundar, fæddist í norðurhluta Eþíópíu árið 1916. Hún mátti þola ýmsar raunir á langri ævi og barðist ótrauð fyrir réttlæti sér og sínum til handa á stormasömum tímum í Eþíópíu. Einstök ævisaga ótrúlegrar konu sem missti aldrei kjarkinn þótt á móti blési en jafnframt einstök lýsing á mannlífi í landi sem oft er misskilið.