Sporðdrekar
Meistaralega fléttuð skáldsaga um leyndarmál og svik, ástir og vináttu. Föstudagsmorgunninn 28. október: Fyrir utan bárujárnshús í Hafnarfirði bíður maður í felum. Hann er nýkominn til landsins, skelfur af kulda og er að hefja eftirförina. Þetta er afmælisdagurinn hennar Stellu og hún hefur slæma tilfinningu fyrir kvöldinu. Svo byrjar að snjóa.