Höfundur: Elín Guðmundsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Allt önnur saga Stefan Ahnhem Ugla Frægur áhrifavaldur finnst látinn á einu af fínustu hótelum Stokkhólms. Var um að ræða kaldrifjað morð eða afleiðingar kynlífsleiks sem hafði gengið of langt? Fyrrverandi samstarfskona Fabians Risk, Malin Rehnberg, sér um rannsókn málsins en nýráðinn yfirmaður hennar beitir hana þrýstingi að einbeita sér heldur að yfirstandandi manssalsrannsókn.
Stóra stundin Ninni Schulman Ugla Nokkrum dögum fyrir aðfangadagskvöld finnast eldri hjón myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu fyrir utan bæinn Hagfors. Við fyrstu sýn virðist um að ræða rán sem hefur farið úrskeiðis en frekari rannsókn lögregluparsins Berglund og Wilander leiðir í ljós undarlega og óþægilega málavexti.
Vættaveiðar Jarmalandskrónikan – 2. hluti Johan Theorin Ugla Orrustunni um Salajak er lokið en ekki baráttunni við vættina. Margir hafa flúið gamla heimili sitt í fjallinu til undirheimanna. Stríðsmaðurinn Ristin og vættaprinsinn Dhor hverfa inn í hyldýpi Jarmalands. Á hæla þeirra er mýgrútur hermanna, riddara og álfa ...