Höfundur: Johanna Mo

Skuggaliljan

Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið. Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta. Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur. "Frábær glæpasaga." New York Times Book Review

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Nætursöngvarinn Johanna Mo Bjartur Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr. Mögnuð glæpasaga þar sem leyndarmál voma yfir og samfélagið er langminnugt – og minni þess er miskunnarlaust.