Höfundur: Kristina Ohlsson

Ráðgátan um dularfulla sælgætisskrímslið

Draugastofan 2

Sælgætisverslun Siggu sætu er tómleg. Það vill enginn kaupa neitt þar lengur því þar er draugur sem fær sér bita af sælgætinu og fleygir því á gólfið! En hvað vill sælgætisskrímslið eiginlega og hvers vegna gengur það aftur? Geta Edda og Krummi á Draugastofunni komið Siggu sætu til bjargar eða neyðist hún til að loka búðinni?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Múmíuráðgátan Kristina Ohlsson Ugla Konan lá á maganum með aðra höndina kreppta. Hún hreyfði sig ekki en þau gátu séð að hún andaði. Herbert kraup við hliðina á Sallý. – Halló, sagði hann hljóðlega við konuna. Konan lauk hægt upp augunum. Og svo hvæsti hún á þau. – Gætið ykkar, krakkar. Gætið ykkar á skrímslinu!
Ráðgátan um skuggann skelfilega Kristina Ohlsson Ugla Ráðgátan um Skuggann skelfilega er fyrsta bókin í spennandi bókaröð Kristinu Ohlsson um Draugastofuna. Ríkulega myndskreytt hlýlegum teikningum eftir myndhöfundinn Moa Wallin. Æsispennandi og fjörug ráðgáta til að leysa!